Bútan
Þessi stutta ferð til Bútan er aðallega hugsuð sem framlenging á Ama Dablam ferðinni.
Ferðast um hið goðsagnakennda “konungsríki þrumu drekans”, lítið landlukt ríki í austanverðum Himalayafjallgarðinum.
Það eru fá ríki sem hafa skapað sér jafn sterka ímynd og sérstöðu eins og Bútan.
Ímynd landsins má líkja við “Shangri-La” fjarlægt, draumkennt, fallegt ríki í Himalaya fjöllunum sem rithöfundurinn James Hilton lýsir í skáldsögunni “Lost Horizon” frá 1933.
Dulúðin við Bútan minnkaði ekki þegar landið opnaðist fyrst árið 1974 og leyfði þá rúmlega 200 ferðamönnum að heimsækja landið. Enn í dag eru takmarkanir á heimsóknum ferðamanna og 200 dollara daggjald lagt á þá sem dvelja í landinu.
Íbúafjöldinn er rúmlega 700 þúsund. Búddismi er allsráðandi og hafa trúarbrögðin sterk ítök í þjóðlífinu.
Líffræðilegur fjölbreytileiki landsins er einstakur og mörg mjög sjaldgæf dýr og plöntur má finna í landinu. Bútan er mjög fjalllent og hæsta fjall landsins, Kangkar Punzum 7570m er einnig hæsta óklifna fjall heims.
Þjóðin glímir við miklar umbreytingar og það er ekki auðvelt að koma landbúnaðarþjóð inn í 21. öldina. Tshering Tobgay, fyrrum forsætisráðherra landsins hefur líst því yfir að landið skuldbindi sig til þess að vera koltvísýrings jákvætt, þar verði alla tíð bundinn meiri koltvísýringur heldur en að landið brenni. Landið verði ekki skemmt með námugreftri þó að þar megi finna sjaldgæfa málma og aðeins verði stundaður lífrænn landbúnaður í landinu.
Bútan hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að styðja notkun mælikvarðans verg landshamingja.
Dagsetning: 12. til 15. nóvember 2025.
Leiðsögumaður: Leifur Örn Svavarsson.
Verð: 379.000 kr.
Miðað við 2ja manna herbergi, 29.000 kr aukagreiðsla fyrir eins manns herbergi í Kathmandu og Bútan.
Dagskrá ferðar:
Dagur 1 - flug frá Kathmandu til Bútan.
Koma til Bútan og akstur til höfuðborgarinnar Thimphu.
Það eru viðbrigði að koma frá Kathmandu og inn í tandurhreina flugstöðvarbygginguna sem byggð er undir þjóðlegum áhrifum frá Dzongs virkjunum. Staðarleiðsögumaðurinn okkar tekur á móti okkur klæddur þjóðbúningi og fer með okkur til höfuðborgarinnar, Thimphu, sem er stærsta borg Bútans og líklega eina höfuðborg heims sem ekki er með nein umferðarljós.
Við gistum á góðu hóteli við aðaltorgið og notum daginn til þess að skoða okkur um. Við heimsækjum meðal annars “nýja” héraðsvirkið, Thimphu Dzong, sem byggt var 1772 og leysti eldra virkið frá 1224 af hólmi.
Gist á Druk hótelinu, mjög góðu hóteli við aðaltorgið í Thimphu. Allur matur innifalinn.
Dagur 2.
Morgninum eyðum við í höfuðborginni en ökum síðan til Paro. Þar heimsækjum við héraðsvirkið, Rinpung Dzong sem oftast er kallað Paro Dzong. Við heimsækjum þjóð- og náttúruminjasafn Bútan. Safnið er staðsett í Ta-Dzhong varðturninum sem er hæsta bygging landsins, 22m að hæð.
Gist á hóteli í Paro, allur matur innifalinn.
Dagur 3.
Við göngum upp í “Tígris klaustrið” Paro Taktsang, einn myndrænasta stað veraldar. Klaustrið er byggt utan í klettunum efst í Paro dalnum og er líklega frægasti viðkomustaður Bútan.
Eftir gönguna þá skolum við af okkur svitann í hefðbundnum steinböðum heimamanna. Stórir steinar eru hitaðir á báli og þeir síðan notaðir til þess að hita vatnið í timburbaðkörum þar sem við látum líða úr okkur eftir erfiði dagsins. Eftir baðið heimsækjum við sveitabæ, sjáum hvernig almenningur í landinu lifir og borðum kvöldmat með heimafólkinu.
Gist á hóteli í Paro, allur matur innifalinn
Dagur 4.
Við göngum um lítin miðbæ þorpsins Paro áður en við höldum út á flugvöll og fljúgum aftur til Kathmandu.
Gisti á hóteli í Kathmandu, morgunverður innifalinn.
Innifalið í ferð:
Undirbúningsfundur með leiðsögumanni fyrir brottför.
Íslensk leiðsögn.
Innlendur staðarleiðsögumaður
Flug til Bútan frá Kathmandu og tilbaka til Kathmandu.
Gisting í 3 nætur á hóteli í Bútan með fullu fæði.
Ráðleggingar varðandi flug til og frá Nepal og viðmiðunar flugleið sem þátttakendur geta nýtt sér.
Akstur til og frá flugvelli í Kathmandu.
Hótel með morgunverði í Kathmandu í eina nótt.
Ekki innifalið:
Flug til og frá Kathmandu.
Vegabréfsáritun til Nepal, keypt á flugvellinum og kostar 50 USD.
Matur meðan dvalið er í Kathmandu, annar en morgunverður.
Þjórfé til heimamanna.
Persónuleg eyðsla eins og aðgangur að neti á göngunni, gosdrykkir, kaffihús og hleðsla á raftækjum.
Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 50.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.