Kilimanjaro og Meru
Kilimanjaro er hæsta fjall álfunnar Afríku og kemst þar með í 7 tinda flokkinn, en þann flokk fylla hæstu fjöll hverrar heimsálfu. Kilimanjaro er að auki hæsta frístandandi fjall í heimi þar sem það rís, 5.895m yfir sjávarmál. Meru er 4.562m og er ganga á það mjög góð aðlögun fyrir göngu á Kilimanjaro.
Vistkerfi Kilimanjaro og Meru er fjölbreytt þar sem gengið er frá regnskógi og upp fyrir skógarmörk í jökullandslag sem umlykur toppana. Í göngunni er ferðast í gegnum öll gróðursvæði jarðar, ferðin hefst í regnskógi og endar í hrjóstrugri túndru, ekki ólíku því sem við eigum að venjast á hálendi Íslands.
Dagsetning: 28. janúar til 8. febrúar 2026.
Leiðsögumaður er Leifur Örn Svavarsson,
ásamt staðarleiðsögumanninum Faza Wizzo
Verð: 620.000 kr, miðað við 2 í herbergi og tjaldi.
Fjöldi í ferð: 8-16
Dagskrá ferðar:
Dagur 0 - Flug frá Íslandi.
Dagur 1 - Koma til Kilimanjaro Airport og akstur á hótel í Arusa.
Fjallganga á Meru fjall - 4 dagar:
Dagur 2 - Eftir morgunverð er akstur að Momela hliðinu í Arusa þjóðgarðinum.
Gengið upp í Mirakamba skálann í 2.500m hæð, göngutími um 6 tímar.
Gist í skála og allur matur innifalinn.
Dagur 3 - Gengið upp í Söðul skálann sem er í 3.500m hæð, göngutími um 5 tímar.
Boðið upp á göngu á "Litla Meru" (3.800m) eftir hressingu.
Gist í skála og allur matur innifalinn.
Dagur 4 - Gengið á Merufjall sem er 4.566m en búast má við að uppgangan taki um 6 klst.
Eftir hádegisverð og hvíld í Söðul skálanum er gengið áfram niður í Miriakamba skálann.
Gist í skála og allur matur innifalinn.
Dagur 5 - Gengið niður á slétturnar undir fjallinu Meru og ekið á hótel.
Gist í 2ja manna herbergjum m. morgunverð, hádegis- og kvöldverður ekki innifalinn.
Kilimanjaro fjallganga um Machame leiðina - 6 dagar:
Dagur 6 - Ekið að Machame þjóðgarðshliðinu og gengið upp í Machame búðirnar sem eru í 3.000m hæð.
Gist í tjöldum og allur matur innifalinn.
Dagur 7 - Gengið upp í Shira tjaldbúðirnar sem eru í 3.800m hæð. Eftir hádegisverð er skoðunarferð um nágrenni tjaldbúðanna.
Gist í tjöldum og allur matur innifalinn.
Dagur 8 - Fyrst hækkum við okkur að "Hraun turnunum" sem eru 4.600m háir og göngum svo niður í Baranco búðirnar sem eru í 3.900m hæð.
Gist í tjöldum og allur matur innifalinn.
Dagur 9 - Göngustígurinn hlykkjast upp Baranco klettavegginn og svo áfram upp í hæstu búðir, Barafu, sem eru í 4.600m hæð.
Gist í tjöldum og allur matur innifalinn.
Dagur 10 - Toppadagurinn, gengið á Uhuru tind Kilimanjaro sem er 5.895m.
Eftir að við komum niður í efstu búðirnar höldum við áfram að lækka okkur niður í Mweka búðirnar í 3.100m hæð.
Gist í tjöldum og allur matur innifalinn.
Dagur 11 - Eftir að hafa kvatt burðarmennina okkar göngum við niður að Mweka hliðinu og ökum þaðan að hótelinu þar sem gott er að slaka á í góðri útiaðstöðu við sundlaugina.
Gist í 2ja manna herbergjum m. morgunverð, hádegis- og kvöldverður ekki innifalinn.
ATH. þetta er sama hótel og gist er á milli Meru og Kili og því hægt að geyma aukafarangur á hótelinu.
Dagur 12 - Flogið til Íslands, farið í safarí eða flogið til Zanzibar.
Innifalið í verði:
Undirbúnings fundur með leiðsögumanni.
Íslensk leiðsögn.
Staðarleiðsögumaður, Faza Wisso.
Ferðir til og frá flugvelli í Tanzaníu.
Allar ferðir innan Tanzaníu.
Öll gisting, á hótelum á láglendi, skálum á Meru fjalli og í tjöldum á Kilimanjaro.
Allur sameiginlegur viðlegubúnaður, tjöld, dýnur, eldhústjöld, klósetttjald og fleira.
Burður á farangri.
Þjóðgarðsgjöld og önnur leyfi.
Fullt fæði í gönguhlutanum og morgunverður á hótelum á láglendi, 3 nætur.
Lyfjakista með sérhæfðum lyfjum og gervihnattasími.
Ekki innifalið:
Flug til og frá Tanzaníu.
Vegabréfsáritun til Tanzaníu.
Kvöldmatur og drykkir á hótelum við komu, á milli ferðanna og eftir Kilimanjaro gönguna.
Þjórfé til heimamanna.
Ferðatryggingar.
Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 70.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.





