Pakistan - Grunnbúðir K2
Í Norðaustur hluta Himalaya fjallgarðsins er eitt mikilfenglegasta fjallasvæði jarðar, Karakorum. Hvergi er meiri þéttleiki 8.000m fjallstinda og jöklar hvergi lengri utan heimskautana. Það er ekki aðeins risinn K2, heldur óteljandi hvassir granít tindar sem prýða þetta einstaka svæði.
Erfiðleikastig: Ganga í grunnbúiðir K2 er erfið, hún er í mikilli hæð og flokkast frekar sem leiðangur heldur en hefðbundirð “trek” ganga. Farinn er hringur, gengið inn Baltoro jökulinn og farið yfir Gondogoro La skarðið, nærri 5.600m hátt niður í fallegan Hushe dalinn.
Gangan er 12 dagar, en á þeim tíma er einn hvíldardagur. Í lokin eru 2 nætur á góðu hóteli í borginni Skardu, en það er einnig aukadagur fyrir gönguna. Það eru einnig tvær nætur í lok ferðar í Islamabad, en skoðunarferð um borgina getur þurft að víkja ef tafir verða á flugi eða aðrar ástæður muni leiða til seinkunnar. Ferðalagið í heild tekur því 3 vikur.
Gist er í tjaldi í gönguhluta ferðarinnar. Eldhústjaldi og kósett tjaldi verður komið fyrir eins best verður við komið.
Farangur er fluttur á milli tjaldsvæða og gengið með léttan dagpoka.
Ferðalagið krefst góðs útbúðnaðar, sambærilegum á við göngu á Kilimanjaro eða í grunnbúðir Everest. Ekki er þörf á sérhæfðum leiðangurs útbúnaði eins og einangruðum háfjallaskóm. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og á fundi fyrir brottför verður farið vel yfir útbúnað og þær aðstæður sem búast má við.
Þetta er einstakt ferðalag. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi áður gengið í hæð og átti sig á að það er margt sem getur farið úrskeiðis í leiðangri sem þessum.
Hafa verður í huga að komi til veikinda á leiðinni þá er ekki ráðlegt að leggja í Gondogoro skarðið. Gangan verður engu að síður mikilfengleg.
Dagsetning: 30. júlí til 19. ágúst 2025
Leiðsögumaður er Leifur Örn Svavarsson.
Verð ferðar: 790.000 kr, miðað við 2 í herbergi á hótelum.
Fjöldi í ferð: 6-16 manns.
Dagskrá ferðar:
Dagur 0 - Flogið frá Íslandi.
Dagur 1 - Islamabad.
Lent í Islamabad þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hótel.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 2 - Flogið frá Islamabad til Skardu, (2.500m).
Flogið frá Islamabad til Skardu 2.500m. Verði flugið fellt niður þá er langt og erfitt ferðalag upp Indus dalinn og til Skardu.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 3 - Ekið frá Skardu til Askole (3.000m).
Ekið um torfæran veg frá Skardu til Askole (3.000).
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 4 - Gengið frá Askole til Jola (3.100m).
Gengið frá Askole til Jola (3.100), 16km og 100m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 5 - Gengið frá Jola til Paiju (3.450m).
Jola til Paiju (3.450). 17km og 350m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 6 - Hvíldardagur í Paiju.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 7 - Gengið frá Paiju til Khubertse (3.820m).
Paiju til Khubertse (3.820), 11km og 370m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 8 - Gengið frá Khubertse til Urdukas (4.170m).
Khubertse til Urdukas (4.170). 5km og 350m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 9 - Gengið frá Urdukas til Goro II (4320m).
Urdukas til Goro II (4.320). 12km og 150m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 10 - Gengið frá Goro II til Concordia (4.570m).
Goro II til Concordia (4.570), 9km og 250m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 11 - Gengið frá Concordia til Broad Peak base camp (4.800m).
Concordia til Broad Peak base camp (4.800), 9km og 230m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 12 - Gengið frá Broad Peak base camp til K2 base camp og til baka til Concordia.
Broad Peak base camp til K2 base camp og til baka til Concordia. 17km og 300m hækkun. Mest hæð 5.100 í K2 base camp. Gist í 4.570.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 13 - Gengið frá Concordia til Ali Camp (4.900m).
Concordia til Ali Camp (4.900), 10km og 33 m hækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 14 - Gengið frá Ali Camp Gondogora La (5.585) og niður til Hispung (4.680m).
Ali camp yfir Gondogoro La skarðið 5.585 og niður til Hispung 4.680m. 9km, 685m hækkun og 905 m lækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 15 - Gengið frá Hispung til Daltsmpa (4.300m).
Hispung til Daltsmpa (4.300), 13.5 km og 380m lækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 16 - Gengið frá Daltsmpa til Hushe (3.050m).
Daltsmpa til Hushe (3.050), 9.3 km og 1.250m lækkun.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.
Dagur 17 - Akstur frá Hushe til Skardu.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 18 - Aukadagur í Skardu og um leið varadagur fyrir gönguna.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 19 - Flug frá Skardu til Islamabad.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 20 - Skoðunarferð um Islamabad og slökun.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.
Dagur 21 - Flug frá Islamabad 19. ágúst 2025.
Ferðaskilmálar: Ganga í hæð getur verið lífshættuleg. Fararstjóri áskilur sér rétt til þess að snúa þátttakendum við á hvaða tímapunkti ferðar sem er.
Þátttakendur sem ákveða að taka þátt í ferðinni gangast við þeim skilmálum
Innifalið í verði:
Undirbúningsfundur með leiðsögumanni fyrir brottför.
Íslensk leiðsögn.
Reyndur enskumælandi staðarleiðsögumaður.
Fundur fyrir brottför, viðmiðunar flugleið fyrir hópinn og útbúnaðarlisti.
Akstur til og frá flugvelli í Islamabad.
Gisting á góðu hóteli með morgunmat í Islamabat við komu og 2 nætur fyrir brottför.
Gisting á góðu hóteli með morgunmat í Skardu eina nótt við komu og 2 nætur eftir göngu.
Akstur á fjórhjóladrifnum bílum frá Skardu til Askol.
Akstur á fjórhjóladrifnum bílum frá Huse til Skardu.
Pakistanskir aðstoðarleiðsögumenn og burðarmenn.
Tryggingar staðarleiðsögumanna og burðarmanna.
Tjöld, eldhústjöld, klósett tjald og annar sameiginlegur viðlegubúnaður í göngunni.
Flutningur á sameiginlegum og persónulegum farangri í göngunni.
Tveggja manna svefntjöld í göngunni.
Allur matur í göngunni.
Sérhæfð lyfjakista og gervihnattasími.
Ekki innifalið í verði:
Flug til og frá Pakistan.
Vegabréfsáritun til Pakistan.
Matur meðan dvalið er í Skardu og Islamabad, annar en morgunverður.
Þjórfé til heimamanna.
Persónuleg eyðsla eins og aðgangur að neti á göngunni, gosdrykkir, kaffihús og hleðsla á raftækjum.
Ferðatryggingar.
Kostnaður sem til fellur þurfi þátttakandi að hætta í ferðinni.
Hægt er að vera ein í hótelherbergjum og í tjaldi gegn viðbótargjaldi.
Ferðaskilmálar: Ganga í hæð getur verið lífshættuleg. Fararstjóri áskilur sér rétt til þess að snúa þátttakendum við á hvaða tímapunkti ferðar sem er.
Þátttakendur sem ákveða að taka þátt í ferðinni gangast við þeim skilmálum
Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 100.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.







