Aconcagua (6.962m) - hæsta fjall Suður Ameríku

Í janúar 2025 verður Leifur Örn Svavarsson með leiðangur á Aconcagua, hæsta fjall Suður Ameríku. 
Fjallið er staðsett í Argentínu rétt við landamæri Chile.  Flogið er til Mendoza, fallegs bæjar í helsta vínræktarhéraði Argentínu.  Gangan að Aconcagua er falleg, landslag litríkt og stórbrotið.  Farið er á skemmtilegann 5.004m háann aðlögunartind, Cerro Bonete, með góðu útsýni yfir Andesfjöllin.   Við gefum okkur rúman tíma til þess að ganga á fjallið eða 21 dag þar sem komudaguri er “dagur 1” og brottfarardagur frá Mendoza telst sem “dagur 21”.  Við erum á besta tíma ársins til þess að ganga á fjallið, með rýmri tíma til aðlögunar og fleiri mögulega toppadaga en flestir leiðangrar sem reyna við fjallið.  

Þó að gangan á fjallið sé ekki tæknilega erfið þá skapar hæðin, kuldinn og vindurinn erfiðar aðstæður.  Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi sem felst í því að ganga reglulega á fjöll. 
Nauðsynlegt er að hafa reynslu af hæð, hafa til dæmis gengið á Kilimanjaro eða upp í grunnbúðir Everest.  

Ferðaskilmálar:  Ganga í hæð getur verið lífshættuleg.  Fararstjóri áskilur sér rétt til þess að snúa þátttakendum við á hvaða tímapunkti ferðar sem er. 
Þátttakendur sem ákveða að taka þátt í ferðinni gangast við þessum skilmálum.

Verð: 890.000 kr en gætið að því að talsverður viðbótarkostnaður bætist við !

Áhugasamir hafi samband við Leif Örn Svavarsson, leifur@slod.is

Lágmarksþátttaka er 7 þátttakendur til þess að ferðin verði staðfest. 

Til að bóka ferðina þarf að greiða 100.000 kr óafturkræft staðfestingargjald.
Eftirstöðvar koma til greiðslu 2 mánuðum fyrir brottför.
Best er að greiða inn á reikning 370-26-490325, kt. 490321-0470
og senda kvittun á sigrun@slod.is
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.


Innifalið í verði ferðar er:
Leiðsögn Leifs Arnar Svavarssonar.
Fundur fyrir brottför.
Reyndur enskumælandi staðarleiðsögumaður.
Hátt hlutfall leiðsögumanna, en þegar lagt er á Aconcagua þá verða 3 leiðsögumenn á 7-8 manna hóp og 4 leiðsögumenn ef hópurinn verðu 9 manns eða fleiri. 
Viðmiðunar flugleið fyrir hópinn og útbúnaðarlisti fyrir fjallgönguna.
Ferðir til og frá flugvelli í Argentínu.
Gisting á hóteli með morgunverð í Mendoza, ein nótt fyrir ferð og ein nótt eftir fjallgönguna.
Akstur fyrir hópinn til Penitentes og frá Penitentes að upphafsstað göngunnar.
Gisting á hóteli í Penitentes með morgunverð í 1 nótt.
Flutningur á farangri á múlösnum upp í grunnbúðir og til baka.
Matur í grunnbúðum og í göngunni að fjallinu.
Tveggja manna svefntjöld í göngunni að fjallinu og í grunnbúðum.
Þriggja manna tjöld í fjallgöngunni.
Allur matur í fjallgöngunni sjálfri.
Klósetttjöld í tjaldbúðum á fjallinu.
Burður á sameiginlegum búnaði í fjallgöngunni, tjöldum, salernis tjöldum og mannlegum úrgangi.
Sérhæfð lyfjakista, gervihnattasími og talstöðvar.

Ekki innifalið í verði ferðar er:
Persónulegur útbúnaður.
Flug til og frá Mendoza Argentínu.
Leyfisgjöld fyrir fjallgönguna (árið 2024 var gjaldið 800$ á mann).
Matur í Mendoza og í Penitentes annar en morgunmatur.
Hægt er að fá eins manns herbergi í Mendoza og Penitentes gegn viðbótargjaldi
Hægt er að fá eins manns tjald í grunnbúðum og í göngunni að fjallinu gegn viðbótargjaldi
Allur kostnaður sem felst í að hætta í leiðangrinum á meðan á honum stendur.
Burður á persónulegum farangri en 2 geta sameinast um burðarmann og þá eru borin 10 kg frá hvorum sem léttir gönguna töluvert.
Persónuleg eyðsla eins og internet aðgangur, sturtur í grunnbúðum og í göngunni að fjallinu, drykkir og fleira.
Ferðatrygging, en það er skylda að hafa tryggingu á fjallinu.
Viðbótar nætur í Mendoza ef dvalið er meira en 2 nætur í bænum.  Þar sem við höfum rúman tíma á fjallinu þá er viðbúið að 1-2 nætur í Mendoza bætist við!
Þjórfé til heimamanna.
Önnur þjónusta en kemur fram í ferðalýsingu.