Skilmálar

Hægt er að bóka ferð með Slóðum ehf með tölvupósti á info@slod.is
Svo að bókun teljist gild er nauðsynlegt að greiða staðfestingargjald, er 50.000 kr.
Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist 8 vikum fyrir brottför, nema annars sé getið.

Ferð er staðfest um leið og lágmarksfjöldi farþega hefur staðfest bókun sína.
Ef lágmarksfjölda er ekki náð átta vikum fyrir brottför er ferð aflýst. Ef hætta verður við ferð af hálfu Slóða, skal farþega endurgreidd ferðin að fullu.

Slóðir áskilja sér rétt til að halda hluta af verði ferðar við eftirfarandi aðstæður:
Staðfestingargjaldi ef farþegi hættir við ferð.
50 % af verði ferðar, ef farþegi hættir við ferð 60 – 30 dögum fyrir brottför. 
75 % af verði ferðar, ef farþegi hættir við ferð 29 - 15 dögum fyrir brottför.
100 % af verði ferðar, ef farþegi hættir við ferð með minna en 14 daga fyrirvara.

Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum.  Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna Slóðum skriflega um slíkt framsal.  Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart Slóðum og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali.

Verð og verðbreytingar
Slóðir leitast við að tryggja að verð sem birtast á vefsvæði þeirra byggist á réttum útreikningum og séu endanleg verð ferða. Slóðir áskilja sér þó rétt til leiðréttinga á verði ferðar í tilfellum þar sem rangt verð birtist vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum.
Slóðir bera enga ábyrgð á þeim kostnaði sem til kann að falla til vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á flugi.

Afturköllun eða breytingar
Slóðir áskilja sér rétt til þess að breyta dagskrá ferðar eða aflýsa henni með öllu vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna, s.s. stríðsástands, smitsjúkdómahættu eða verkfalla, til þess að tryggja öryggi farþega og starfsfólks.
Að sama skapi er farþega heimilt að afturkalla farpöntun vegna samsvarandi þátta, s.s. stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar a.m.k. 14 dagar eða færri eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Skyldur þátttakenda
Farþegar skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem Slóðir skipta við. Farþegi skal einnig hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um.
Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur í hópferðum séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.

Vegabréf
Slóðir hvetur farþega til að gæta vel að gildistíma vegabréfs fyrir brottför.
Huga þarf að því hvort vegabréf sé gilt nægilega lengi, en ákveðin lönd gera kröfu um að vegabréf farþega sé í gildi í allt að 6 mánuði frá þeim degi er farþegi yfirgefur viðkomandi land.

Tryggingar
Slóðir hvetja viðskiptavini til að huga vel að tryggingarmálum sínum áður en lagt er upp í ferð.

Viðskiptavinum er bent á að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Þá eru ferðatryggingar oft í boði fyrir handhafa kreditkorta. Slík vernd er ekki innifalin í verði ferðar. Farþegar eru því hvattir til að kynna sér sína tryggingavernd og þá skilmála sem gilda um þær tryggingar sem þeir hafa keypt.