Á fjallahjólum í Noregi


Ferðaskrifstofan Slóðir og verslunin Peloton munu bjóða upp á fjallahjólaferð til Noregs 25.-30. júni. 
Hjólað verður á tveimur skemmtilegustu fjallahjóla svæðum í Noregs, Nesbyen í Hallingdal og út frá Canvas búðum sem Norröna rekur í Telemark.

25. til 30. júní 2024 - uppseld.
Leiðsögumaður er Leifur Örn Svavarsson.
Verðið er 360.000 kr, miðað við 2 í herbergi.
Aukagjald er fyrir eins manns herbergi.
Lágmarksfjöldi eru 6 og hámarksfjöldi 12.

Nesbyen í Hallingsdal er orðið eitt helsta fjallahjólasvæði Noregs og við hjólum þar í tvo daga. Við fáum skutl upp í fjöllin og verðum með staðarleiðsögumann með okkur til þess að leiða okkur um skemmtilegustu stíga sem Noregur hefur uppá að bjóða.

Á fjórða degi færum við okkur yfir til Telemark héraðs og gistum í hinum einstöku Norröna Canvas tjaldbúðum sem eiga sér varla hliðstæðu. Gist er í Yurt tjöldum að hætti hirðingja Mongolíu. Við leigjum fulldempandi rafmagnshjól og hjólum í tvo daga um hluta af þeim hundruð kílómetra af fjallahjólastígum sem svæðið hefur uppá að bjóða í hinu einstaka Telemark héraði. Á kvöldin getum við slakað á í gufubaði og synt í fjallavatninu.

Reynsla af því að hjóla einstigi er nauðsynleg fyrir ferðina.

Dagskrá ferðar:

25. júni.  Flogið til Osló og lent þar kl.12:35.  Íslenskur fararstjóri tekur á móti hópnum við komu og ekið er til Nesbyen / Hallingdal.  Gengið frá leigu á fjallahjólum.  
Gist í 2 manna herbergjum, kvöldverður innifalinn

26. og 27. júni.  Skutlað er upp og hjólað niður einstigi í Nesbyen og nágrenni.  
Gist í 2 manna herbergjum, morgun- og kvöldverður innifalinn.

28. júni.  Eftir morgunmat er ekið yfir til Telemark, en gott er að vera komin snemma í Canvas búðirnar til þess að geta notið þess sem þær hafa uppá að bjóða. 
Morgun- og kvöldverður innifalinn.  Gisting í tveggja manna Yurt tjöldum í Canvas búðunum.  

29. júni. Hjólað með staðar leiðsögumanni um hvalbök og skógarstíga Telemark héraðs. 
Morgun- og kvöldverður innifalinn.  Gisting í tveggja manna Yurt tjöldum í Canvas búðunum.  

30. júni.  Hjólað er út frá Canvas búðunum fram á "kaffi" en þá er tími til þess að halda út á flugvöll og taka kvöldvélina kl 22:30 til baka til Íslands.  
Morgunverður innifalinn. 


Innifalið í verði:
Undirbúningsfundur fyrir ferð.
Íslenskur hópstjóri.
Ferðir innan Noregs.
Gisting í 3 nætur í Nesbyen við Hallningdal.
Skutl á hjólum og fólki upp í fjöllin í Hallingdal.
Gisting 2 nætur í Norröna Canvas lúxus tjaldbúðunum í Telemark.
Kvöld- og morgunverðir alla dagana, nema kvöldverður síðasta daginn.
Staðarleiðsögumenn bæði í Hallningdal og í Canvas Telemark.

Ekki innifalið í verði:
Flug til og frá Noregi, en hægt er að ganga inn í bókun hjá hópadeild Icelandair.
Leiga á hjólum, fulldempandi fjallahjóli í 2 daga í Hallingdal og fulldempuðu rafmangnshjóli í 2 daga í Canvas búðunum.
Hádegismatur, nasl og drykkir.  
Kvöldmatur sínasta daginn á leiðinni út á flugvöll.


Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 50.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.