Austur Grænland

Þó vegalengdin til Grænlands sé ekki löng þá á þessi næsti nágranni okkar fátt sameiginlegt með Íslandi. Bæði jarðfræði og menning er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Austur Grænland er að margra mati fallegasti hluti Grænlands.  Þar teygja hvassir granít tindar sig til himins og jöklar renna í sjó fram. 
Í þessari ferð heimsækjum við nokkra af fallegustu stöðum Ammassalik héraðs og fræðumst um sögu og menningu fólksins sem þar býr.  

Dagsetning:
12. til 17. júlí 2024 - ferð uppseld
26. til 31. júlí 2024 - 4 pláss laus

Leiðsögumaður: Leifur Örn Svavarsson
Verð ferðar: 316.000 kr með flugi
Fjöldi í ferð: 10 til 16 manns

Dagskrá ferðar:

Dagur 1 - Flug til Kulusuk.
Hópurinn hittist á Keflavíkurflugvelli og flogið er til Kulusuk.
Siglt er frá Kulusuk að fyrsta tjaldstæðinu þar sem gist er 2 nætur.

Gist í tjaldi, farþegar sjá sjálfir um mat.

Dagur 2 - Gengið um óbyggðir
Dagurinn er nýttur til göngu um svæðið. Tjaldstæðið er fallegt og vel staðsett til göngu- og skoðunarferða. Gegnt því teygja hvassir granít tindar sig til himins og inn til landsins eru vötn og skriðjöklar.
Gróður er lágvaxinn, hvalbök og jökulsorfnar klappir einkenna landslagið. Ásýnd Ísafjarðarins mikla, Sermilik, breytist eftir því sem ofar dregur og gengt honum rís meginjökull Grænlands.
Þegar upp á jökulsorfnar fjallseggjarnar kemur opnast útsýnið yfir hvassa tindana fyrir ofan tjaldstæðið og yfir að Ammassalikeyju sem við eigum eftir að ganga yfir tveimur dögum síðar.
Gist í tjaldi, farþegar sjá sjálfir um mat.

Dagur 3 - Borgarísjakar og jöklar, eyðibyggðir og hvítar sandstrendur Sermilikfjarðar
Við erum sótt að morgni og eftir stutta siglingu komum við að Tiniteqilaq, litlu veiðimannaþorpi sem staðsett er við Ísafjörðinn mikla, Sermilik.
Tiniteqilaq er eitt fallegasta veiðimanna þorpið á Grænlandi. Marglit húsin eru í sterkri andstöðu við gríðarstóra borgarísjakanna sem þekja Sermilikfjörðinn, sem ber nafn sitt Ísafjörður með réttu.
Fyrir ofan bæinn eru grafir heimamanna og þaðan er einstakt útsýni sem lætur engann ósnortin.
Frá Tiniteqilaq siglum við inn í Sermilikfjörðinn og áfram inn í hliðarfjörð, Jóhann Petersen fjörð sem sker sig inn í meginlandsjökul Grænlands og steypast háir jöklar niður í fjarðarbotninn. 
Við tökum land á lítilli eyju í miðjum firðinum og sjáum jaka hvelfast í sjóinn áður en við höldum ferðinni áfram.  Næsti viðkomustaður er eyðiþorpið Ikkatteq, sem er á lítilli eyju í Sermelikfirðinum, 
Þar skoðum við kirkjuna en efnið í hana var á sínum tíma flutt á kvennabátum, stórum skinnbátum frá Tasiilaq.  Skólabækurnar eru á sínum stað í skólastofunni en verslunarhúsið er farið að láta á sjá enda fokið á hliðina.  
Seinnipartinn förum við í land við hvítar sandstrendur Sermilikfjarðar.  Tjöldum á ströndinni og förum í stutta göngu til þess að skoða okkur um í nágrenninu.
Gist í tjaldi, farþegar sjá sjálfir um mat 

Dagur 4 - Gengið yfir Ammassaliq eyju til Tasiilaq
Farangurinn er sóttur að morgni og siglt með hann til Tasiilaq. Sjálf göngum við þvert yfir Ammassalik eyju, til höfuðstaðarins Tasiilaq, fallegs bæjar sem iðar af mannlífi.
Tasiilaq er höfuðstaður Austur Grænlands með um 2.000 íbúa, sem er meira en helmingur allra íbúa Austur Grænlands. Nafnið þýðir "fjörður sem lítur út fyrir að vera stöðuvatn" þar sem þröngt opið á firðinum sést ekki frá bænum. Bærinn á sér ekki langa sögu. Eftir að danski sjóliðsforinginn Gustav Holm "fann" Ammassalik hérað 1884 var staðurinn valinn til þess að byggja kirkju og verslunarhús og hefur vaxið jafnt og þétt síðan.
Við gistum á gistiheimili í uppábúnum rúmum og njótum þeirra forréttinda að hafa rennandi vatn með þeim þægindum sem því fylgja, kvöld- og morgunverður er innifalinn.
Gist í 2ja- 4ra manna herbergjum, uppábúin rúm, sameiginlegt baðherbergi.

Dagur 5 - Tasiilaq.
Við byrjum daginn á göngu um bæinn. Heimsækjum verkstæðið þar sem heimamenn vinna við að skera út minjagripi úr beinum, tönnum og hreindýrshorni.
Við fræðumst um líf íbúanna og þær öru breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu á seinustu áratugum. Heimsækjum safnið sem staðsett er í gömlu kirkjunni, setjumst niður í uppgerðu vetrarhúsi og ræðum um lífið eins og það var.
Eftir hádegisverð, sem er innifalinn, þá er boðið upp á göngu á bæjarfjallið, “Sjómansfell” Sömansfjellet (679m). Þó að útsýni þaðan sé stórbrotið þá er frjálst að sleppa göngunni og velja frekar að drekka í sig andrúmsloft bæjarins, ganga sjálf um byggðina og Blómadalinn áður en hópurinn hittist í kvöldverð.
Gist í 2ja- 4ra manna herbergjum, uppábúin rúm, sameiginlegt baðherbergi,  kvöld- og morgunverður er innifalið.


Dagur 6 - Siglt til Kulusuk og flogið heim.
Eftir morgunverð göngum við niður að höfn þar sem bátur bíður okkar og siglt er til Kulusuk. 
Farangurinn er fluttur á flugvöllinn en við göngum um Kulusuk byggðina, fræðumst um menningu íbúanna og sögu svæðisins áður en við höldum út á flugvöll. 
Morgun- og hádegisverður innifalinn.

Innifalið í ferð:
Fundur með leiðsögumanni fyrir ferð.
Flug til og frá Grænlandi.
Íslenskur leiðsögumaður.
Bátaskutl.
Farangursfluttningur.
2 nætur á gistiheimili með morgun- og kvöldverð.

Ekki innifalið:
Persónulegur búnaður.
Tjöld.
Annar matur en fram kemur í ferðalýsingu, en þátttakendur fá nákvæman matarlista með hvað taka á með sér að heiman. 

Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 25.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.